Keðjusagarnámskeið á Norðurlandi
Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög verður haldið á Vöglum í Fnjóskadal 30. maí til 1. júní. Það er öllum opið og hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga.
08.05.2023