Ný vísindagrein um rótarfrostþol rússalerkis
Íslensk rannsókn sem fjallað er um í nýrri grein í vísindaritinu Scandinavian Journal of Forest Research, sýnir að frostskemmdir á rótum rússalerkiplantna leiða ekki einungis til affalla á fyrsta vaxtarsumri eftir gróðursetningu heldur voru afföllin enn í gangi eftir tvö vaxtarskeið. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að gæði skógarplantna séu tryggð fyrir gróðursetningu.
12.05.2023