Skógrækt mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu Íslands
„Við höfum ýmis tækifæri til að minnka losun og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Skógrækt og landgræðsla er mikilvægur þáttur í okkar loftlagsstefnu.“ Þetta sagði Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í tilefni af því að í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld Sameinuðu þjóðunum að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkjanna og Noregs, um að minnka losun um fjörutíu prósent til ársins 2030, miðað við árið 1990.
01.07.2015