Evrópuþingið styður nýja skógarstefnu ESB
Skógar Evrópu og þær atvinnugreinar sem á skógunum byggjast hafa margvíslega þýðingu fyrir efnahag álfunnar og stuðla bæði að góðum lífskjörum og sjálfbærni, skapa störf og virðisauka. Þetta segir Evrópuþingmaðurinn Elisabeth Köstinger í grein sem hún skrifar í veftímaritið The Parliament Magazine. Hún stýrði gerð skýrslu um nýja skógarstefnu eða -áætlun sambandsins. Áhersla er lögð á að skrifræði megi ekki verða skógargeiranum fjötur um fót með nýrri skógarstefnu.
01.06.2015