Um mikilvægi moldarinnar í borgarvistkerfum
Örfyrirlestraröð á Kaffi Loka í Reykjavík í tilefni af ári jarðvegs 2015 lýkur miðvikudaginn 4. nóvember með því að fjallað verður um mikilvægi moldarinnar í borgarvistkerfum. Augum verður beint að vistkerfum í þéttbýli og fjallað um ýmislegt þeim tengt. Til dæmis verður rætt hvaða áhrif aukinn trjágróður hefur í þéttbýli á t.d. loftgæði, vatnsmiðlun og kolefnisbindingu. Fundurinn stendur í klukkutíma og hefst kl. 12.
31.10.2015