Skógrækt á hundavaði
Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða býður til skógræktarfræðslu föstudaginn 4. nóvember þar sem Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, skógfræðingur og sviðstjóri skógarþjónustu Skógræktarinnar, fjallar um breytingar sem orðið hafa á skógum allt frá landnámi til dagsins í dag, upphaf skipulagðrar skógræktar á Íslandi og stofnanaumhverfi skógræktar. Einnig spáir hún í spilin um framtíðina.
01.11.2022