Íslensk bændaskógrækt áhugaverð fyrirmynd fyrir Evrópu samkvæmt nýrri rannsókn
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri hjá Skógræktinni, og Arnór Snorrason, sérfræðingur á rannsóknasviði, eru meðal höfunda greinar sem komin er út í Canadian Journal of Forest Research. Þar eru færð rök fyrir því að þær aðferðir sem notaðar hafa verið við skógrækt á lögbýlum hérlendis séu vænleg leið til að innleiða loftslagsvæna skógrækt í öðrum Evrópulöndum.
29.10.2021