12 þúsund hektarar girtir af
Nokkrir landeigendur á Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi sameinuðust um girðingar á jörðum sínum til að auðveldara og hagkvæmara væri að stunda þar uppgræðslu og skógrækt. Nú er ströndin farin að standa undir nafni sínu og þar breiðast út bæði ræktaðir skógar og villt birkiskóglendi. Girðingin nær utan um átta samliggjandi jarðir, samtals um 12 þúsund hektara. Af þessum átta jörðum er skógrækt stunduð á fimm þeirra en allur gróður á svæðinu er í mikilli framför.
27.08.2019