Ný rannsókn á losun vegna gjörfellingar gagnrýnd
Ný rannsókn í Svíþjóð hefur verið sögð benda til þess að sú aðferð við skógarhögg að fella öll trén á tilteknu svæði leiði ekki til þeirrar losunar á koltvísýringi sem talið hefur verið fram að þessu. Niðurstöðurnar eru þó ekki taldar verða til þess að beiting þessarar aðferðar muni aukast enda eru timburnytjar skipulagður þáttur í hringrás nytjaskógar. Þær hafa hins vegar verið nýtt innlegg í heita umræðu í Svíþjóð og víðar um skógarmál. Gagnrýnt hefur verið hvernig sænski ríkismiðillinn SVT fjallaði fyrst um rannsóknina en í kjölfarið fylgdi ný umfjöllun miðilsins.
26.12.2022