Nóg af fræi á Suðvesturlandi ef vel er að gáð
Vel gekk að safna birkifræi í Guðmundarlundi, reit Skógræktarfélags Kópavogs, þegar félagið bauð félagsfólki sínu og almenningi að fræðast um söfnun og sáningu á birkifræi og leggja sitt af mörkum til landsátaksins. Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki og allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að fara út að tína meðan tíðin er góð.
06.10.2022