Birkið á Skeiðarársandi er úr Bæjarstaðaskógi
Rannsóknir Kristins P. Magnússonar, erfðafræðings við Háskólann á Akureyri, sýna að það birki sem nú er að vaxa upp á Skeiðarársandi hefur að mestu leyti borist með fræi úr Bæjarstaðaskógi. Kristinn segir sandinn sýna að ekki sé nauðsynlegt að gróðursetja allt birki heldur geti náttúran séð um dreifinguna sjálf.
01.04.2020