Skógarfura
Hér koma nokkur orð um skógarfuru. Íslenska heitið skógarfura hæfir vel tegundinni sem hér er rætt um því hún er eitt helstu einkennistrjáa í skógum um stóran hluta Evrópu og norðanverðrar Asíu. Rétt eins og við tölum um dýr merkurinnar gætum við kannski talað um skógarfuru sem tré merkurinnar enda merkti orðið mörk skógur fyrrum. Skógarfura var vonarstjarna í skógrækt á Íslandi um miðbik síðustu aldar en reyndist vonarpeningur.
01.02.2023