Skógrækt vel möguleg við Keflavíkurflugvöll
Árangri tilrauna með ræktun þriggja trjátegunda á rýru landi við Keflavíkurflugvöll er lýst í nýju myndbandi sem Skógræktin hefur gefið út. Niðurstaða tilraunanna er meðal annars sú að vel sé hægt að rækta tré á þessu svæði. Sú næringarefnahjálp sem lúpína veitir skipti sköpum en nú er lúpínan tekin að hörfa fyrir grasi og öðrum tegundum. Þar sem áður var hrjóstrugt og rýrt land er nú gróskumikið gróðurlendi með allt að sjö metra háum trjám.
29.04.2022