Sunnlenskt birki best um allt land
Í nýútkomnu tölublaði Rits Mógilsár eru birtar niðurstöður úr nýlegum mælingum á svokallaðri Rarik-tilraun sem sett var út fyrir aldarfjórðungi með fimmtíu birkikvæmum. Í ljós kemur að birki frá Suðausturlandi myndar mest fræ og hefur mest þol gegn birkiryði. Sunnlenskt birki hefur líka yfirburði í vexti og lifun. Höfundar telja að vinna ætti áfram með þann kynbótaávinning sem þegar hefur náðst svo þróa megi birki sem hentar almennt á láglendi Íslands.
21.06.2023