Skógurinn skjól fyrir lambfé á vorin og fullnægir þörf fyrir girðingastaura
Skógrækt og sauðfjárrækt fer vel saman að mati Jóhanns F Þórhallssonar, sauðfjár- og skógarbónda í Brekkugerði í Fljótsdal. Þar sem aðstæður eru ámóta og í Fljótsdal segir hann hægt að byrja að beita lerkiskóg um tíu ára gamlan. Mikilvægt sé að grisja skóginn rétt og ljúka fyrstu grisjun fyrir fimmtán ára aldur skógarins. Skógurinn nýtist lambfénu vel til skjóls á vorin og svo aftur á haustin þegar það kemur af fjalli.
08.06.2023