Skógræktin óskar að ráða áhugasaman og duglegan starfsmann til aðstoðar sérfræðingum stofnunarinnar við rannsóknastörf sumarið 2020. Í boði er fjölbreytt og lærdómsríkt starf með ferðalögum um landið. Starfið hentar ekki síst nemum í náttúruvísindum. Starfstöð starfsmannsins verður á Mógilsá undir Esjuhlíðum.
Allar starfstöðvar Skógræktarinnar hafa nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga annað Græna skrefið. Stofnunin stefnir ótrauð áfram og næst þriðja skrefið vonandi á næstu misserum. Frá þessu er sagt á vefnum graenskref.is.
Sett hefur verið upp vefþula á vef Skógræktarinnar sem gerir fólki kleift að láta lesa fyrir sig það efni sem þar er að finna. Jafnframt geta notendur sem erfitt eiga með að skoða vefi í hefðbundnu útliti notað eigin stillingar á litamun og fleiri atriðum.
Fyrsta tréð í svokölluðum skírnarskógum þjóðkirkjunnar verður gróðursett í haust. Skógar þessir verða ræktaðir á kirkjujörðum víða um land og verkefnið er hluti af Grænu kirkjunni, umhverfisverkefni þjóðkirkjunnar.
Notkun á íslensku timbri er orðin snar þáttur í starfi sjálfboðaliðanna sem starfa á Þórsmörk og nágrenni á sumrin undir merkjum Thórsmörk Trail Volunteers. Vandaðar tröppur koma í veg fyrir gróður- og jarðvegseyðingu og auka þægindi göngufólks.