Friðlýsing í Þjórsárdal
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í gær í Árnesi friðlýsingu hluta Þjórsárdals sem landslagsverndarsvæðis. Innan svæðisins eru þrjú svæði sem eru friðlýst sem náttúruvætti, Gjáin, Háifoss og Granni og Hjálparfoss. Er þetta fyrsta friðlýsing svæðis í friðlýsingarflokkinum landslagsverndarsvæði. Jafnframt liggja nú fyrir tillögur að verndun Geysissvæðisins sem náttúruvættis.
31.01.2020