Sjálfboðaliðar á Þórsmörk leggja sitt til loftslagsbaráttunnar
Sjálfboðaliðar sem starfa á Þórsmörk á komandi sumri munu jafnframt gróðursetja tíu þúsund trjáplöntur í þjóðskógunum og taka þannig þátt í átaki til kolefnisbindingar með skógrækt á Íslandi. Umsóknarfrestur fyrir fólk sem vill gerast sjálfboðaliðar á Þórsmörk er til 31. janúar.
03.01.2020