Styrkur til viðarmagnsúttektar á Vesturlandi
Félag skógarbænda á Vesturlandi hlaut í gær 800 þúsund króna styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að gera viðarmagnsúttekt á Vesturlandi. Reiknað verður út viðarmagn í öllum ræktuðum skógum á Vesturlandi og gert er ráð fyrir að meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands taki þátt í að vinna verkið og birti niðurstöðurnar í lokaritgerð sinni.
01.04.2016