Vestfirskir skógarbændur farnir að huga að umhirðu skóga
Víða á Vestfjörðum eru að vaxa upp fallegir skógar og nú er svo komið að sumir þeirra þurfa umhirðu við. Dæmi um slíkan skóg er á Kvígindisfelli við Tálknafjörð. Þar hittust skógræktarráðgjafar af Vestfjörðum og Vesturlandi miðvikudaginn 20. september til að meta umhirðuþörf skógarins.
25.09.2023