Birkifræsöfnunin hafin
Gleði og eftirvænting skein úr hverju andliti þátttakenda þegar landsátak Skógræktarinnar og Landgræðslunnar um söfnun og sáningu birkifræs hófst formlega í miðvikudaginn 13. september. Fyrstu skrefin voru tekin með fræðslu tveggja sérfræðinga á sviði birkis, þeirra Þorsteins Tómassonar og Aðalsteins Sigurgeirssonar. Þeir félagar fjölluðu um birkið frá ýmsum hliðum og að því loknu var gengið út í góða veðrið og birkifræjum safnað.
14.09.2023