Skógræktarreitir ungmennafélaganna
Í árdaga Ungmennafélags Íslands voru aðildarfélögin vítt og breitt um landið ekki síður skógræktarfélög en íþróttafélög. Vísbendingu um mikilvægi skógræktar í starfseminni á upphafsárum ungmennafélaganna má sjá í ákalli þess til félagsmanna sinna árið 1909: „Ísland skógi vaxið á ný er svo fögur hugsjón, að hún ætti að brenna dáð og dug til framkvæmda inn í æskulýðinn. Verkin verða að bera þess merkin, að vér viljum Íslandi alt!“
27.12.2021