Veglegur doktorsnemastyrkur til rannsókna á skógarplöntuframleiðslu og nýskógrækt
Rakel Jakobína Jónsdóttir, doktorsnemi og sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, hlaut annan hæsta styrkinn við fyrstu úthlutun úr Doktorsnemasjóði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára. Styrkinn hlýtur hún til rannsókna sem tengjast framleiðslu skógarplantna og nýskógrækt, aðlögun að nýjum aðferðum.
22.09.2021