Skógar mikilvægir fyrir vatnsauðlind jarðar - málstofa í alþjóðlegri viku vatns
Alþjóðlegri viku vatns hjá Sameinuðu þjóðunum verður fagnað með fimm daga rafrænum viðburði dagana 23.-27. ágúst. Skógasvið FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, heldur þrjár málstofur um skóga og vatn þar sem fjallað er um hvernig skógar geta flýtt fyrir því að byggja upp mótstöðuafl gegn þeim umhverfisógnum sem að jörðinni steðja, meðal annars að vatnsauðlindinni.
18.08.2021