Festi hf. fyrst til að ráðast í vottað bindingarverkefni samkvæmt reglum Skógarkolefnis
Tímamót hafa orðið í möguleikum einkafyrirtækja til aðgerða í loftslagsmálum með tilkomu Loftslagsskrár Íslands sem er eins konar kauphöll fyrir kolefniseiningar. Eignarhaldsfélagið Festi hf. hefur riðið á vaðið og skráð fyrsta vottaða kolefnisbindingarverkefnið í Loftslagsskrá samkvæmt gæðakerfinu Skógarkolefni. Í síðustu viku var skrifað undir samninga á Mógilsá, m.a. verksamning við Skógræktina um ráðgjöf og eftirlit með kolefnisskógrækt Festi hf. að Fjarðarhorni í Hrútafirði sem verður fyrsta verkefni íslensks fyrirtækis af þessum toga. Áhugi á vottaðri kolefnisjöfnun meðal fyrirtækja, segir skógræktarstjóri.
26.08.2021