Fjölbreytt efni í Ársriti Skógræktarinnar 2020
Ársrit Skógræktarinnar er komið út á ársskýrsluvef stofnunarinnar. Í ritinu kennir ýmissa grasa og þar er fjallað um ýmsa þætti í starfsemi Skógræktarinnar. Rannsóknir eru einna fyrirferðarmestar að þessu sinni og nefna má skemmtilega og ríkulega myndskreytta ferðasögu skógmælingafólks í Lósöræfi og Stafafellsfjöll. Þá er í ritinu einnig fróðleg samantekt um hvar skógarbændur búa og starfa, grein um snjóalög í Vaglaskógi fyrr og nú ásamt myndaröð sem sýnir snjóbrot í norðlenskum skógum eftir óveðrin veturinn 2019-2020. Ársritið er nú eingöngu gefið út með rafrænum hætti.
05.07.2021