Nýr starfshópur um varnir gegn gróðureldum
Skógræktin á aðild að nýjum starfshópi um varnir gegn gróðureldum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar. Hópurinn á að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum með forvörnum og fræðslu um gróðurelda. Reynslan af baráttu við gróðurelda, bæði hér á landi og erlendis, sýnir að til að ná árangri þurfi að samstilla alla sem koma að slökkvistarfi eða verða fyrir áhrifum af gróðureldum og beina þurfi forvörnum og fræðslu þvert á samfélagið.
27.05.2021