Sex meistaraverkefni um birki í boði
Fjölbreytt og þverfagleg meistaraverkefni við rannsóknir er tengjast endurheimt birkiskóga eru nú í boði innan verkefnisins Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld - áskoranir, leiðir og ávinningur (BirkiVist) sem nýlega hlaut styrk úr markáætlun um samfélagslegar áskoranir. Að verkefninu standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðslan, Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, og Skógræktin í samstarfi við við fleiri stofnanir, sprotafyrirtæki og aðra aðila á sviði landgræðslumála.
06.04.2021