Hvar búa skógarbændur og starfa?
Umræða um að stór hluti skógarbænda búi ekki á jörðum sínum er ekki byggð á sterkum rökum. Þrír fjórðu þeirra búa á jörðum sínum eða í sama landshluta. Einn af hverjum fimm hefur búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Annar landbúnaður, ferðaþjónusta eða önnur atvinnustarfsemi fer fram á 70% skógarbýla. Frá þessu segir í grein í Ársriti Skógræktarinnar 2020.
29.07.2021