Eldaskáli rís í Vaglaskógi
Smíði eldaskála og þjónustuhúss í Vaglaskógi gengur vel en hitinn að undanförnu hefur verið helst til mikill að undanförnu, segir byggingarstjórinn. Byggingin er öll úr íslensku timbri og þar verður aðstaða til að halda samkomur í skjóli, grilla og komast á snyrtingar. Þetta er sambærilegt mannvirki og þegar er risið í Laugarvatnsskógi og hafinn er undirbúningur að því þriðja í Hallormsstaðaskógi. Rætt var um framkvæmdina við skógarvörðinn á Norðurlandi á sjónvarpsstöðinni N4 nýverið.
15.07.2021