Norðlenskur iðnviður fyrir PCC á Bakka
Allar helstu nytjatrjátegundirnar sem er að finna í ræktuðum skógum á Norðurlandi henta vel í stað innfluttra kola í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Stafafura reynist t.d. úrvalshráefni, með eða án barkar, og gæti hentað í viðarkol sem notuð væru í stað alls jarðefnakolefnis í ofnrekstrinum. Til að fullnægja núverandi kurlþörf kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka þyrfti að rækta asparskóga á um 35% þess svæðis sem hentar til asparræktunar við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum eftir áformaða stækkun þyrfti að rækta iðnviðarskóg á um 70% alls góðs asparlands á svæðinu. Asparræktun á öllu góðu asparlandi í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum gæti bundið um 9 milljónir tonna af koltvísýringi á 20 árum.
02.07.2021