Umhirða skógarplantna heima á hlaði
Þróttmiklar skógarplöntur eru ein af undirstöðum árangursríkrar skógræktar. Heilbrigðar plöntur eru betur í stakk búnar til þess að takast á við aðstæður á gróðursetningarstað sem oftast eru mun óblíðari en þær aðstæður sem ríkja í gróðrarstöðinni þar sem plöntum er séð fyrir vatni, næringu og skjóli. Í grein í Bændablaðinu gefur Rakel J. Jónsdóttir, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, leiðbeiningar um góða umhirðu skógarplantna frá afhendingu til gróðursetningar.
18.04.2018