http://www.mnn.com/health/fitness-well-being/blogs/how-walking-in-the-woods-benefits-your-healthMeginmál...
Í Þjórsárdal er að finna fjölsótta ferðamannastaði og þar eru fjölbreyttar göngu- og reiðleiðir, m.a. gönguleiðir sem eru sérhannaðar með aðgengi fatlaðra í huga. Skógrækt ríkisins hefur haft umsjá með skógrækt og uppgræðslu Þjórsárdals í tæplega 80 ár. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Hekluskóga, skrifar grein í Dagskrána, fréttablað Suðurlands, um sögu dalsins, uppgræðslu þar og skógrækt.
Bjarki Jónsson, skógarbóndi á Ytri-Víðivöllum II Fljótsdal, hefur sett á laggirnar sögunarmyllu og afurðastöð fyrir skógarbændur í gömlu fjárhúsunum á bænum. Á jörðinni er töluvert af flettingarhæfu efni úr um 45 ára gömlum lerkiskógum sem komnir eru að annarri grisjun. Uppbygging sem þessi er forsmekkurinn að því sem koma skal vítt og breitt um landið eftir því sem skógarnir vaxa upp. Rætt var við Bjarka í fréttum Sjónvarpsins í gær.
Fundist hefur myndarlegt tré af amerískri kastaníu sem vekur vonir um að rækta megi upp yrki sem hefði mótstöðuafl gegn þeim sveppasjúkdómi sem þurrkaði tegundina að mestu út í náttúrlegum heimkynnum hennar. Þetta myndarlega tré fannst í skógi í vestanverðu Maine-ríki og mun vera það stærsta sem fundist hefur á seinni tímum á þeim slóðum þar sem víðáttumiklir kastaníuskógar uxu á öldum áður.
Ræktun jólatrjáa er áberandi í seinna tölublaði ársins af málgagni Landssamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, sem nýlega kom út. Fjallað er um kynbætur á fjallaþin og flokkunarkerfi fyrir jólatré en einnig margvísleg önnur skógarmálefni. Til dæmis spyr Bjarki Þór Kjartansson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá: Vaxa peningar á trjánum?