Nóg að gera í skóginum fyrir jólin
„Við byrjum að saga niður jólatré um miðjan nóvember og gerum
það áfram alveg fram að jólum. Fyrstu jólatrén sem við fellum eru
stærstu trén, alveg upp í tíu metra há en þeim er ætlað að standa á
torgum. Þetta árið voru öll þau stóru tekin á Tumastöðum því þau hafa
verið höggvin hér í svo mörg ár, við reynum að skipta þessu á milli
okkar á skógræktarstöðvunum,“ segir Níels Magnús Magnússon
starfsmaður í Haukadalsskógi í skemmtilegu viðtali í Morgunblaðinu.
21.12.2015