Útvarpið fjallar um blokkir úr timbri
Fjórtán
hæða timbúshús var nýverið tekið í notkun í Björgvin í Noregi eins og
við sögðum frá hér fyrir helgi á skogur.is. Þetta er
hæsta timburhús heims og er mun umhverfisvænna en hús úr steypu og
stáli. Ríkisútvarpið tók fréttina upp og hafði eftir Þresti
Eysteinssyni, sviðstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, að íslensku
skógarnir myndu gefa nothæft timbur í háhýsi eftir fáeina áratugi.
14.12.2015