Áhugi á innlendum jólatrjám
Nýlega sendu skógarbændur á Austurlandi 350 jólatré til Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Félagið hefur átt bágt með að anna eftirspurn eftir íslenskum jólatrjám. Jólatrjáarækt hjá skógarbændum fer smám saman vaxandi og búast má við því að hlutdeild skógarbænda á jólatrjáamarkaðnum fari vaxandi á komandi árum. En til þess að íslensku trén geti náð stærri hluta kökunnar þurfa neytendur að vera ánægðir með vöruna og þjónustuna á sölustöðum. Ýmis verkefni blasa við jólatrjáabændum í desember en undirbúningur fyrri mánaða er líka mjög mikilvægur.
09.12.2015