Kolefnisfótspor innfluttra jólatrjáa
Árlega flytja Íslendingar inn 45.000 jólatré sem ræktuð eru með mengandi hætti á ökrum í Danmörku. Áætla má að kolefnisfótspor hvers trés sé 3,6 kíló og allra innfluttu trjánna 162 tonn CO2 á ári. Auk þess er alltaf hætta á að með innfluttu trjánum berist meindýr eða sjúkdómar sem valdið gætu usla í skógrækt á Íslandi. Langtímamarkmið Íslendinga ætti að vera að hætta með öllu innflutningi lifandi jólatrjáa.
16.12.2015