Sjálfsáð degli í Stálpastaðaskógi
Á dögunum voru Jón Auðunn Bogason, skógarvörður á Vesturlandi, og Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi á ferð í Stálpastaðaskógi í Skorradal í þeim tilgangi að velja tré til að fella í sérverkefni. Þeir rákust á sjálfsáðar plöntur í skóginum sem þeim þótti öðruvísi en það greni sem er að sá sér þarna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta voru sáðplöntur af degli (Pseudotsuga menziesii). Þetta er að öllum líkindum fyrsti fundur slíkra plantna á Íslandi.
31.08.2021