Nýir nautgripabændur óskast í Loftslagsvænni landbúnað
Samningur hefur verið undirritaður við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið um að verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður verði stækkað og nautgripabændum boðin þátttaka í því. Auglýst hefur verið eftir fimmtán þátttökubúum í nautgriparækt sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaráætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
28.06.2021