Ábyrg kolefnisjöfnun verður að veruleika
Í Ársriti Skógræktarinnar fyrir árið 2019 var sagt frá nýju verkefni, Skógarkolefni, sem Skógræktin hafði þá hrundið af stað. Með því væri ætlunin að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Þar með yrði í fyrsta sinn á Íslandi hægt að versla með vottaðar einingar kolefnis sem bundið er með nýskógrækt. Ein eining samsvarar einu tonni af koltvísýringi. Sá sem losar eitt tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið og vill kolefnisjafna það með ábyrgum og viðurkenndum hætti þarf að sjá til þess að eitt tonn af koltvísýringi verði bundið á ný, til dæmis í skógi. Nú eru fyrstu verkefnin að verða að veruleika undir merkjum Skógarkolefnis og fjallað er um það í Ársriti Skógræktarinnar 2020.
08.07.2021