Ástæður aukinna sitkalúsarskemmda í Reykjavík
Skemmdir á sitkagreni í Reykjavík af völdum sitkalúsar eru umfjöllunarefni nýrrar greinar sem komin er út í ritrýnda tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar er sagt frá rannsókn sem bendir til þess að samspil hærri vetrarhita, aukinnar tíðni faraldra og aukið köfnunarefni í barrnálum séu helstu ástæður fyrir auknum skemmdum á sitkagrenitrjám í Reykjavík.
01.06.2021