Geymt en ekki gleymt – Rokkskógar Íslands
Ýmis merkileg skógræktarverkefni hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Margt hugsjónafólk hefur látið til sín taka í stórhuga áætlunum með oftar en ekki prýðilegum árangri. Sum verkefni hafa þó fallið í það er virðist gleymskunnar dá. Dæmi um slíkt verkefni voru Rokkskógar Íslands. Þá sameinuðust popparar landsins til að safna fé til skógræktar og landgræðslu. Rokkskógar á Íslandi hafa þó látið bíða eftir sér.
04.10.2021