Alþjóðlegur dagur skóga er í dag
Á alþjóðlegum degi skóga sem haldinn er 21. mars ár hvert er mannkynið minnt á hvernig skógar og stök tré viðhalda lífi á jörðinni og vernda okkur mannfólkið. Að þessu sinni er sérstök athygli vakin á því að skógar eru ómissandi þáttur í því að viðhalda ferskvatnsbirgðum jarðarinnar. Án ferskvatns fengjum við ekki lifað. En hvað veist þú mikið um skóga og vatn? Taktu þátt í spurningaleiknum á vef FAO. Gleðilegan skógardag.
21.03.2016