Alþjóðlega efnahagsráðið talar fyrir alheimsátaki í skógrækt
Tvö alheimsverkefni hafa nú það markmið, hvort um sig, að gróðursetja þúsund milljarða trjáa víðs vegar um heiminn. Annað verkefnið er að frumkvæði alþjóðlega efnahagsráðsins og hlaut mikinn meðbyr á nýafstöðnum fundi ráðsins í Davos í Sviss. Í hinu verkefni er markmiðið sett við árið 2050 og geta allir jarðarbúar tekið þátt í því og merkt gróðursetningar sínar inn á heimskortið. Tveir Íslendingar hafa gert þetta nú þegar.
27.01.2020