Grisjað undan háspennulínum
Rafmagn var tekið af bæjum á Þelamörk í Hörgárdal í fjórar klukkustundir í gær meðan tré voru höggvin undan háspennulínunni sem færir íbúum sveitarinnar rafmagn. Hætta var orðin á að tré gætu sveiflast utan í línurnar eða fokið á þær í ofviðrum. Meiningin er að þessi lína verði tekin niður innan fimm ára og lögð í jörð.
07.05.2015