Smádýrin í skóginum
Eftir langt og kalt vor er sá tími hafinn þar sem skógar- og garðeigendur fara að taka eftir auknu lífi í gróðri hjá sér. Ekki nóg með að gróður sé allur tekinn að grænka, heldur eru ýmsar aðrar lífverur komnar á kreik, við misjafnan fögnuð mannfólksins. Sumar þessara lífvera eru til mikilla bóta, til dæmis hunangsflugur sem sjá um frævun blóma. Aðrar eiga það til að gerast full nærgöngular við gróður og geta því orðið okkur mannfólkinu til talsverðs ama. Fyrst á vorin ber mest á asparglyttu og haustfeta. Edda S. Oddsdóttir færir okkur fróðleik um málefnið.
24.06.2015