Ráðherra lætur kanna sameiningarmál
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að kanna möguleika á að sameina í eina stofnun Skógrækt ríkisins, landshlutaverkefnin í skógrækt og umsjón Hekluskóga. Markmiðið er m.a. að samræma stjórnsýslu skógræktarmála, gera hana skilvirkari, auka faglega getu og yfirsýn og að efla búsetu vítt og breitt um landið, til dæmis með því að styrkja starfstöðvar í landshlutunum.
08.06.2015