Skógræktin hlúir að starfsfólki og styttir vinnuvikuna
Vinnuvika starfsfólks Skógræktarinnar styttist um fjóra klukkutíma um mánaðamótin. Þar með hefur stofnunin ráðist í þá styttingu vinnuvikunnar sem heimiluð var í flestum kjarasamningum sem undirritaðir voru veturinn 2019-2020. Í breytingunni felst ekki krafa um að starfsfólk hlaupi hraðar heldur verður fólki hjálpað að nýta tímann í vinnunni betur, að sögn mannauðsstjóra Skógræktarinnar.
27.11.2020