Kolefnismarkaður stuðlar að loftslagsárangri en einnig að uppbyggingu eftir COVID-19
Til að Íslendingar geti náð verulega góðum árangri á Parísartímabilinu verða stjórnvöld að tryggja nauðsynlega innviði svo skapaðar verði forsendur fyrir einkaframtak í loftslagsmálum. Nú þegar Kyoto-tímabilinu er að ljúka stefnir í að Íslendingar losi 20% meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en 1990, þveröfugt við þann 20% samdrátt sem landið hafði skuldbundið sig til að ná. Við blasir að kaupa þurfi losunarheimildir fyrir milljarða króna því loftslagsskuld Íslands eftir Kyoto-tímabilið verður 4,1 milljón tonn koltvísýringsígilda.
04.11.2020