Ársrit Skógræktarinnar kemur út á nýjum ársskýrsluvef
Tíu trjátegundir hafa nú náð 20 metra hæð á Íslandi. Skógræktin hefur endurheimt votlendi og tjörnina þar sem lík Jóns Vídalíns biskups var þvegið. Stórkostlegt sumar var á Þórsmörk en sumarið var líka hagstætt sjúkdómum og skordýrum sem herja á tré. Margvísleg verkefni voru unnin á öllum sviðum Skógræktarinnar 2019. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í Ársriti Skógræktarinnar 2019 sem kom út fyrir nokkru. Ritið kemur nú út í fyrsta sinn á sérstökum ársskýrsluvef.
20.10.2020